
Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.

Uppskrift: 50ml Tanqueray gin eða Gordon´s 25ml lime 25ml sykursýróp 8 basil lauf 1 basil lauf á klemmu svartur pipar Aðferð: Setjið gin, lime, sykursýróp og 8 basillauf í hristara fylltan með klökum. Hristið hann fast og vel. Síið klakann og basil laufin frá með fínu sigti og hellið í fallegt glas. Basil mulningur á ekki að fara með í drykkinn. Skreytið með basil laufi og að lokum setja svartan pipar yfir drykkinn.

Uppskrift: 45ml Gordon's Premium Pink Gin 45ml Piccini Prosecco 90ml límonaði Safi úr ferskri sítrónu Jarðaber til að skreyta Aðferð: Fylltu stórt glas með klaka og bættu við 45 ml af Gordons Premium Pink gini. Bættu við 45 ml af Prosecco og 90ml af límónaði. Kreistu sítrónu og skreyttu með jarðarberjum.

Þessi ferski kokteill kemur með gott tvist á hinn klassíska Tom Collins 🍹 Uppskrift: 50 ml Tanqueray London Dry Gin eða Gordon´s 35 ml greipsafi 15 ml sýróp Sódavatn Skreytið með greipávexti Aðferð: Fyllið glas með klaka. Mælið gin, greipsafa og sýróp í glasið og hrærið vel. Fyllið upp með sódavatni og skreytið með greipávexti.

Uppskrift: 30 ml Tanqueray eða Gordons gin 20 ml Giffard Elderflower líkjör 15 ml limedjús 30 ml ferskur blóðappelsínudjús Thomas Henry Ginger Ale Aðferð: Setjið klaka í lágt glas og setjið gin, líkjör og limesafa í glasið. Fyllið með engiferöli en hafið pláss fyrir blóðappelsínudjúsinn og hrærið létt. Hellið varlega blóðappelsínudjúsnum ofan í glasið. Skreytið með sneiðum af blóðappelsínum og fersku sítrónutimjan eða timjan.