Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 180ml Thomas Henry Pink Grapefruit 10ml safi af nýkreistri sítrónu Skreytt með greipsneið eða sítrónu Aðferð: Fyllið glasið með klökum og hellið Black Label yfir klakana. Fyllið upp glasið með Pink Grapefruit og hrærið varlega ef þarf. Kreistið sítrónu yfir drykkinn og rennið sítrónunni yfir glasabarminn til að fá góða lykt og notið svo sem skraut.
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 60ml ananasdjús 10ml safi af nýkreistri límónu 30ml Coco Lopez eða kókossýróp Klípa af salti Skreytt með ananas eða límónu Aðferð: Öll hráefni sett í hristara fylltum með klökum og hrist duglega. Síað í hátt glas fylltu með klökum. Fleyta ofan á smá Black Label (valfrjálst).

Uppskrift: 50ml Johnnie Walker Red / Black Label 150ml límónaði Sítrónubörkur og appelsínusneið í skraut Aðferð: Fyllið hátt glas með klökum, mælið Johnnie Walker og hellið yfir. Límónaði má útbúa úr ferskri sítrónu, sykursýrópi (sykur hrærður með heitu vatni) og sódavatni. Skreitið með sítrónuberki og þunnri appelsínusneið.

Uppskrift: 30ml af Johnnie Walker 15 ml af nýkreistum safa úr appelsínu 120 ml blóðappelsínugos klakar Appelsínu eða blóðappelsínusneið til skreytingar. Aðferð: Takið Highball glas og setjið Johnnie Walker viskí og nýkreista safan ofan í. Fyllið upp glasið með klaka og bætið blóðappelsínusgosinu saman við. Hrærið rólega saman og skreytið með appelsínu eða blóðappelsínusneiðum.

Uppskrift: 50ml Johnnie Walker Red / Black Label 150ml Thomas Henry Ginger Ale Sítróna og sítrónubörkur Ferskt engifer Aðferð: Fyllið hátt glas með klaka og hellið Johnnie Walker yfir. Fyllið upp með hágæða engiferöli og hrærið létt. Kreistið sítrónu yfir. Skreytið með fersku engifer, stjörnuanís eða sítrónuhring. Einnig er gott að skipta Ginger Ale út fyrir sódavatn og verður drykkurinn þá ekki eins sætur.

Uppskrift: 50ml Johnnie Walker 30ml Elderflower cordial 100ml sódavatn Sítrónubörkur, timian stöng eða mynta fyrir skraut Aðferð: Fyllið hátt glas með klaka og hellið Johnnie Walker yfir. Hrærið engifer cordial út í og svo sódavatn. Hrærið létt. Kreistið sítrónu yfir. Skreytið með sítrónuberki, timian stöng eða myntulaufi.