
Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.

Uppskrift: 30ml Campari 30ml Tanqueray gin eða Gordon´s 30ml rauður vermúð t.d Belsazar Appelsínubörkur eða sneið Klaki Aðferð: Fyllið lágt glas með klökum. Blandið öllu saman í glas og hrærið vel með klökum þar til allt er vel blandað og ískalt. Kreistið safa úr appelsínuberki yfir drykkinn og notið börkinn eða sneið sem skraut.

Uppskrift: 50ml Tanqueray gin eða Gordon´s 25ml lime 25ml sykursýróp 8 basil lauf 1 basil lauf á klemmu svartur pipar Aðferð: Setjið gin, lime, sykursýróp og 8 basillauf í hristara fylltan með klökum. Hristið hann fast og vel. Síið klakann og basil laufin frá með fínu sigti og hellið í fallegt glas. Basil mulningur á ekki að fara með í drykkinn. Skreytið með basil laufi og að lokum setja svartan pipar yfir drykkinn.

Þessi ferski kokteill kemur með gott tvist á hinn klassíska Tom Collins 🍹 Uppskrift: 50 ml Tanqueray London Dry Gin eða Gordon´s 35 ml greipsafi 15 ml sýróp Sódavatn Skreytið með greipávexti Aðferð: Fyllið glas með klaka. Mælið gin, greipsafa og sýróp í glasið og hrærið vel. Fyllið upp með sódavatni og skreytið með greipávexti.

Uppskrift: 30 ml Tanqueray eða Gordons gin 20 ml Giffard Elderflower líkjör 15 ml limedjús 30 ml ferskur blóðappelsínudjús Thomas Henry Ginger Ale Aðferð: Setjið klaka í lágt glas og setjið gin, líkjör og limesafa í glasið. Fyllið með engiferöli en hafið pláss fyrir blóðappelsínudjúsinn og hrærið létt. Hellið varlega blóðappelsínudjúsnum ofan í glasið. Skreytið með sneiðum af blóðappelsínum og fersku sítrónutimjan eða timjan.