Baileys súkkulaði mús  fyrir 4.

Uppskrift:


200 ml Baileys

2 egg (skilja rauðuna frá hvítunni)

150 gr dökkt súkkulaði, saxað

1 tsk ósaltað smjör

250 ml rjómi

Súkkulaði til skreytingar. 


Aðferð: 

Bræðið súkkulaðið og leyfið því að kólna aðeins. Bætið við eggjarauðum og smjöri og hærið saman. 

Þeytið létt saman rjómann og Baileys og bætið hálfri blöndunni rólega saman við súkkulaðiblönduna. 

Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær verða stífar og blandið rólega saman við súkkulaði og rjóma-Baileys blönduna. 

Skiptið hálfri súkkulaði músinni niður í 4 glös, saxið smá súkkulaði þar ofan á. Ofan á súkkulaðið kemur svo rjóma-Baileys blandan, endurtakið lögin. Súkkulaðimús, saxað súkkulaði og rjóma-Baileys blanda. Skreytið með söxuðu súkkulaði. 

Kælið í 3 tíma.

Eftir Sóley Kristjánsdóttir 1. júlí 2025
Uppskrift:
Pink Paloma
Eftir Sahara Web 4. maí 2025
Bleytið hluta af brún á háu glasi með greipsafa og setjið salt á glasbrúnina. Fyllið glasið af klökum og mælið Don Julio tequila og límónu safa út í glasið. Fyllið upp með Thomas Henry Pink Grapefruit og hrærið létt. Skreytið með sneið af greip.
Sóley Kristjánsdóttir, sérfræðingur og vörumerkjastjóri
Eftir Sahara Web 11. febrúar 2025
Áfengi hefur fylgt manninum í þúsundir ára. Það er gaman að skála og lyfta glösum þegar á að gera sér glaðan dag. Þegar hitta á vini og fjölskyldu, fagna áföngum og tímamótum, upplifa gleði, lyfta sér upp og skemmta sér. Flestir hafa þó sennilega upplifað þegar gamanið breytist í martröð en enginn stefnir á það í byrjun kvölds. Áfengi er vandmeðfarið og öll viljum við hafa gaman án þess að vakna daginn eftir með eftirsjá. Það er leikandi hægt að skemmta sér án þess að líða illa daginn eftir og hér koma 10 góð ráð til að drekka betur.
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 18. nóvember 2024
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 180ml Thomas Henry Pink Grapefruit 10ml safi af nýkreistri sítrónu Skreytt með greipsneið eða sítrónu Aðferð: Fyllið glasið með klökum og hellið Black Label yfir klakana. Fyllið upp glasið með Pink Grapefruit og hrærið varlega ef þarf. Kreistið sítrónu yfir drykkinn og rennið sítrónunni yfir glasabarminn til að fá góða lykt og notið svo sem skraut.
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 18. nóvember 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 26. júní 2024
Uppskrift:
Premium Plain eða Elderflower Tonic Water
13. október 2023
Uppskrift:
Eftir Sóley Kristjánsdóttir 27. júní 2023
Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.
Show More