Uppskrift:
Fyrir deigið:
1¼ bollar heit mjólk um 43°C
¼ bolli volgt vatn
7g þurrger
1 stórt egg
¼ bolli bráðnað smjör
3-4 bollar hveiti
1 tsk sjávarsalt
Fyrir fyllinguna:
4 msk bráðnað smjör
¼ bolli púðursykur
¼ bolli sykur
2 matskeiðar kanill
Fyrir kremið:
1,5 bolli flórsykur
2 msk nýmjólk
30ml Baileys Original Irish Cream
Aðferð:
Leysið þurrgerið upp í volgu vatni í lítilli skál og setjið til hliðar.
Blandið saman mjólk, sykri, bræddu smjöri, salti og eggi í stóra skál.
Bætið 2 bollum af hveiti út í og blandið saman. Bætið við gerblöndunni. Blandið afganginum af hveitinu saman við þar til auðvelt er að meðhöndla deigið.
Hnoðið deigið í 5 til 10 mínútur. Setjið það síðan í skál, lokið og látið hefast þar til deigið tvöfaldast að stærð, kringum 2-3 klukkustundir.
Undirbúið fyllinguna með því að blanda saman smjöri, sykri, púðursykri og kanil.
Stráið smá hveiti á borðflöt og fletjið deigið út, því næst smyrjið þið fyllingunni á deigið og rúllið upp. Skerið deigið í 12 jafn stóra bita og raðið í pappírsklætt eldfast mót. Leyfið snúðunum að hefast enn einu sinni í 45 mínútur.
Hitið ofninn í 175°C (blástur) og bakið í 20-30 mínútur. Á meðan snúðarnir eru í ofninum þá er gott að útbúa kremið. Þeytið flórsykrinum, Baileys og mjólk saman þar til létt, bætið við smá Baileys eða mjólk ef þarf. Smyrjið Baileys kreminu á snúðana og berið strax fram. Ylvolga og dásamlega!
