Uppskrift:
Þurr kaka sem á að fara í ruslið
600 gr rjómaostur
125 ml Baileys
500 ml rjómi (300 ml í ostakökuna, 200 ml á toppinn)
50 gr flórsykur
3 mtsk söltuð karmellu sósa
20 gr saltaðar kringlur
20 gr poppkorn
Aðferð:
Skerið 1,5 cm neðst af kökunni og setjið í bökunarform með bökunarpappír.
Hrærið rjómaost þangað til að hann verður mjúkur, bætið við Baileys, 300 ml af rjóma og flórsykrinum og hærið saman þangað til að blandan verður stíf.
Setjið blönduna yfir kökuna og jafnið út. Kælið í 4 tíma.
Þeytið 200 ml af rjóma og setjið ofan á kökuna ásamt kringlunum og poppkorninu.
Blandið saltaðri karmellu sósunni (hægt að kaupa tilbúna) og 1 - 2 teskeið af Baileys saman við og dreifið yfir kökuna.
Svo er bara að njóta!
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 180ml Thomas Henry Pink Grapefruit 10ml safi af nýkreistri sítrónu Skreytt með greipsneið eða sítrónu Aðferð: Fyllið glasið með klökum og hellið Black Label yfir klakana. Fyllið upp glasið með Pink Grapefruit og hrærið varlega ef þarf. Kreistið sítrónu yfir drykkinn og rennið sítrónunni yfir glasabarminn til að fá góða lykt og notið svo sem skraut.

Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 60ml ananasdjús 10ml safi af nýkreistri límónu 30ml Coco Lopez eða kókossýróp Klípa af salti Skreytt með ananas eða límónu Aðferð: Öll hráefni sett í hristara fylltum með klökum og hrist duglega. Síað í hátt glas fylltu með klökum. Fleyta ofan á smá Black Label (valfrjálst).