Uppskrift:
150g afgangur af brenndri köku
6 ísskeiðar súkkulaðiís (eða ís að eigin vali)
100ml Baileys Original Irish Cream
150ml mjólk
2 tsk. espressó duft
75ml rjómi – til að þeyta
Aðferð:
Skerið kökuna í búta og hellið henni í blandara – skiljið smá eftir til skrauts. Bætið við ísnum, Baileys Original Irish Cream, espressódufti og mjólkinni í blandarann - blandið vel saman.
Hellið í stór glös og myljið yfir kökuna sem eftir er, til að bera fram.
Skreytið með þeyttum rjóma og espresso dufti. Best borið fram með vinum!

Áfengi hefur fylgt manninum í þúsundir ára. Það er gaman að skála og lyfta glösum þegar á að gera sér glaðan dag. Þegar hitta á vini og fjölskyldu, fagna áföngum og tímamótum, upplifa gleði, lyfta sér upp og skemmta sér. Flestir hafa þó sennilega upplifað þegar gamanið breytist í martröð en enginn stefnir á það í byrjun kvölds.
Áfengi er vandmeðfarið og öll viljum við hafa gaman án þess að vakna daginn eftir með eftirsjá. Það er leikandi hægt að skemmta sér án þess að líða illa daginn eftir og hér koma 10 góð ráð til að drekka betur.
Uppskrift: 40ml Johnnie Walker Black Label 180ml Thomas Henry Pink Grapefruit 10ml safi af nýkreistri sítrónu Skreytt með greipsneið eða sítrónu Aðferð: Fyllið glasið með klökum og hellið Black Label yfir klakana. Fyllið upp glasið með Pink Grapefruit og hrærið varlega ef þarf. Kreistið sítrónu yfir drykkinn og rennið sítrónunni yfir glasabarminn til að fá góða lykt og notið svo sem skraut.

Uppskrift: 2 x ræmur af greipberki 10ml sykursýróp 20ml nýkreistur greipsafi 30ml Tanqueray No.TEN 50ml þurrt freyðivín greipbörkur Aðferð: Setjið ræmur af greipberki og sykursýróp í blöndunarglas og merjið saman. Bætið við No.TEN, ferskum greipsafa og fyllið upp með klökum. Hrærið þar til kælt. Hellið í kokteilblas og fyllið upp með ísköldu freyðivíni. Skreytið með greipberki.